4.6.2010

Vestnorræn ráðstefna um jafnréttismál

Mánudaginn 7. júní verður haldin vestnorræn ráðstefna um jafnréttismál í boði forseta Alþingis undir yfirskriftinni: „Staða og völd kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi á Vestur-Norðurlöndum“.

Ráðstefnan verður haldin í Þjóðmenningarhúsinu frá kl. 09.30-16.30. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi fjalla um stöðu vestnorrænna kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi. Gerð verður grein fyrir sértækum leiðum til að jafna völd karla og kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi, auk þess sem fjallað verður um kynjaða hagstjórn og jafnréttisuppeldi.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður þar sem konur sem eiga sæti á þjóðþingum Vestur-Norðurlanda taka þátt ásamt fleirum.

Vakin er athygli á því að bein útsending verður frá ráðstefnunni:
Bein útsending frá ráðstefnunni.

Dagskrá (pdf).

Nánari upplýsingar veitir: Magnea Marinósdóttir, sérfræðingur, alþjóðadeild Alþingis
Netfang: magneam@althingi.is, sími: 8246407.