16.11.2009

Fundur þingmanna og ráðherra EFTA og tvíhliða fundur Alþingis og Evrópuþingsins

Fundur þingmanna og utanríkisráðherra EES/EFTA-ríkjanna fer fram í Brussel 16. nóvember. Helsta mál fundarins er staða og þróun EES-samningsins.

Jafnframt fer fram árlegur fundur Alþingis og Evrópuþingsins. Þar verður m.a. fjallað um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og framtíðarskipan samskipta Alþingis og Evrópuþingsins í ljósi umsóknarinnar. Gestir fundarins verða Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála Evrópusambandins.

Fundina sækja af hálfu Alþingis Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, Valgerður Bjarnadóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.