12.6.2002

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins um samgöngumál og opnun vestnorrænu veiðimenningarsýningarinnar

Á þemaráðstefnunni var að þessu sinni sjónum beint að ýmsum mismunandi hliðum í samgöngumálum milli landanna sem Vestnorræna ráðið skipa og leitað leiða til úrbóta ekki síst með hliðsjón af auknu mikilvægi ferðamannaiðnaðar í löndunum.

 
Þá mun Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins einnig vera viðstödd hátíðlega opnun vestnorrænu Veiðimenningarsýningarinnar þann 15. júní í Norræna húsinu í Þórshöfn. Sýningin ber einstæðri veiðimannahefð landanna vitni og mun verða sýnd á Norðurlöndum sem og á Skotlandi, Írlandi og víðar.
Fullskipuð Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins sótti þemaráðstefnuna en hana skipa þau Einar Oddur Kristjánsson formaður, Hjálmar Árnason varaformaður, Gísli S. Einarson, Guðmundur Hallvarðsson, Svanfríður Jónasdóttir og Kjartan Ólafsson. Arnbjörg Sveinsdóttir mun sækja ráðstefnuna í fjarveru Guðmundar Hallvarðssonar.