26.6.2002

Fundur Þingmannanefndar EFTA 26.-27. júní

Dagana 26.-27. júní mun Þingmannanefnd EFTA koma saman á Egilsstöðum í tengslum við ráðherrafund EFTA sem þar er nú haldinn. Auk fundar þingmannanefndarinnar mun nefndin eiga fundi með ráðherrum og ráðgjafanefnd EFTA.

Helstu mál fundanna eru þróun EES-samningsins í ljósi stækkunar ESB, fríverslunarsamningar EFTA, gildistaka nýs stofnsamnings EFTA og þróun Evrópumála í einstökum þjóðþingum.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Þingmannanefndar EFTA munu sitja fundina þau Vilhjálmur Egilsson, Kristinn H. Gunnarsson, Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir.