25.9.2002

Evrópuráðsþing í Strassborg 23.-27. september

Þriðji fundur Evrópuráðsþingsins árið 2002 er haldinn í Strassborg vikuna 23.-27. september og tekur fullskipuð Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins þátt í fundunum.

Helstu málefni sem fjallað verður um á fundinum að þessu sinni eru m.a. staða mála í Tsjetsjeníu, framtíðarskipan málefna Kalíníngrad héraðs, aðildarumsókn þings Sambandsríkisins Júgóslavíu að Evrópuráðinu og lýðræðisumbætur í Armeníu og Aserbaídsjan.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins skipa þau Lára Margrét Ragnarsdóttir formaður, Ólafur Örn Haraldsson varaformaður og Margrét Frímannsdóttir.