18.9.2008

Haustfundur ÖSE-þingsins 18.-21. september 2008

Haustfundur þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fer fram dagana 18.-21. september í Toronto í Kanada. Yfirskrift haustfundarins er „ÖSE í hnattrænum heimi: Viðskipti, öryggi og fólksflutningar“. Vegna atburða í Georgíu verður umræðan um öryggismál tileinkuð átökunum milli Georgíu og Rússlands. Að lokum verður eins og að venju fundur um málefni landa við Miðjarðarhaf.

Einar Már Sigurðarson, formaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins, Pétur H. Blöndal, varaformaður, og Valgerður Sverrisdóttir sækja fundinn.