4.7.2003

Ársfundur ÖSE-þingsins í Rotterdam

Þing Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE-þingið) efnir til árslegs fundar dagana 5.-9. júlí 2003 í Rotterdam.

Meginefni fundanna verður hlutverk Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í nýrri stofnanaskipan álfunnar.

Alls eiga 317 þingmenn frá 55 aðildarríkjum ÖSE sæti á þinginu sem kemur árlega saman í júlímánuði í einu af samstarfsríkjunum. Á fundum ÖSE-þingsins er skýrslur málefnanefnda ræddar á nefndafundum og ályktanir afgreiddar á þingfundi á lokadegi þinghaldsins. Þá munu formaður ráðherraráðs ÖSE, forsætisráðherra Hollands, forseti hollenska þingsins og framkvæmdastjóri ÖSE, auk annarra tignargesta, svara spurningum þingmanna.

Af hálfu Íslandsdeildar ÖSE-þingsins sækja Dagný Jónsdóttir varaformaður, Jóhanna Sigurðardóttir og Drífa Hjartardóttir ársfundinn í Rotterdam.