30.10.2007

59. þing Norðurlandaráðs í Ósló 30. október til 1. nóvember 2007

59. þing Norðurlandaráðs er haldið dagana 30. október til 1. nóvember í Ósló. Af hálfu Alþingis sækja þingið Sturla Böðvarsson forseti Alþingis, fulltrúar Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Árni Páll Árnason formaður Íslandsdeildarinnar, Kjartan Ólafsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Einnig sækja þingið Karl V. Matthíasson, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Steingrímur J. Sigfússon. Helstu mál sem verða til umræðu á Norðurlandaráðsþinginu eru loftslagsmál, hnattvæðing, staða sjálfsstjórnarsvæðanna í opinberu norrænu samstarfi og stjórnsýsluhindranir.