28.4.2008

Fundur þingmannanefndar EES 29. apríl

Þingmannanefnd EES kemur saman til fundar á Íslandi 29. apríl. Fundurinn fer fram í Svartsengi. Helstu mál fundarins eru þróun og framkvæmd EES-samningsins, heilbrigðisþjónusta á EES-svæðinu og framtíðarhorfur EES.

Þingmannanefnd EES starfar samkvæmt EES-samningnum. Í þingmannanefnd EES eru 24 þingmenn, tólf frá Evrópuþinginu og tólf frá EFTA-ríkjunum. Af þessum tólf fulltrúum á Noregur sex, Ísland fjóra og Liechtenstein tvo. Þingmannanefnd EES heldur fundi tvisvar á ári, hún fylgist með framkvæmd og þróun EES-samningsins og lætur til sín taka á flestum sviðum EES-samstarfsins.