4.10.2007

Fréttamannafundur 53. ársfundar NATO-þingsins 5. október kl. 11 í Laugardalshöll

Fréttamannafundur verður haldinn í Laugardalshöllinni föstudaginn 5. október kl. 11.00. Á honum munu José Lello, forseti NATO-þingsins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, Simon Lunn, framkvæmdastjóri NATO-þingsins, og Jonathan Clayton, fjölmiðlafulltrúi NATO-þingsins kynna dagskrá ársfundarins.
NATO-þingið heldur 53. ársfund sinn í Reykjavík 5. til 9. október. Alls munu um 730 manns sækja ársfundinn, þar af um 350 þingmenn frá 26 aðildarríkjum NATO, 16 aukaaðildarríkjum og samstarfsríkjum eins og Afganistan, Alsír, Ísrael, Pakistan og Japan. Þetta er í fyrsta skipti sem ársfundur NATO-þingsins er haldinn hér á landi og er hann stærsti fundur alþjóðlegra þingmannasamtaka sem Alþingi hefur ráðist í að halda.
Íslandsdeild NATO-þingsins skipa: Ragnheiður E. Árnadóttir formaður, Ásta R. Jóhannesdóttir varaformaður og Magnús Stefánsson.
Helstu efni ársfundarins verða áformuð uppsetning eldflaugavarnakerfis Bandaríkjanna í Póllandi og Tékklandi, samskipti Atlantshafsbandalagsins við Rússland og framtíð Kosovo-héraðs. Meðal annarra efna á fundinum verða stærri verkefni Atlantshafsbandalagsins, nánar tiltekið áframhaldandi hlutverk NATO í Afganistan, næsta stækkun bandalagsins, samskipti við samstarfsríki, lýðræðislegir stjórnarhættir í ríkjum við Svartahafið, verkefnasamstarf Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins og umræðan um kostnaðarskiptingu innan bandalagsins.
Ársfundurinn verður haldinn í Laugardalshöll. Vinnuaðstaða verður fyrir blaða- og fréttamenn á fundarstað. Þráðlaus nettenging verður í blaðamannaherbergi. Vegna strangrar öryggisgæslu á fundinum þurfa blaðamenn, fréttamenn, ljósmyndarar, kvikmyndatökumenn og aðrir fulltrúar fjölmiðla að skrá sig hjá. Fréttamannafundur 5. október kl. 11.00 verður í sal 1.
ICELAND TRAVELCamilla TvingmarkReykjavík, IcelandTel.: +354-5854376Fax: +354-5854390 E-mail: camilla@icelandtravel.is