26.6.2007

Fundur þingmannanefndar EFTA 26.-29. júní 2007

Þingmannanefnd EFTA kemur saman í Vaduz í Liechtenstein dagana 26.-29. júní í tengslum við ráðherrafund EFTA sem þar fer fram. Auk fundar þingmannanefndarinnar mun nefndin eiga fundi með ráðherrum og ráðgjafanefnd EFTA. Þá mun sameiginleg þingmannanefnd EES funda en í henni sitja þingmenn frá EFTA-ríkjunum og Evrópuþinginu. Helstu mál fundanna eru þróun og framkvæmd EES-samningsins, samstarf EFTA við ríki utan EES, stefnumótun ESB um málefni siglinga og sjávar, og fólksflutningar á tímum hnattvæðingar. 
Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA sækja fundina þau Katrín Júlíusdóttir formaður, Bjarni Benediktsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Jón Gunnarsson.