27.4.2005

Sameiginlegur fundur Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins 28.-29. apríl

Fimmti sameiginlegi fundur Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins fer fram í Pärnu í Eistlandi dagana 28.-29. apríl.

Helstu mál sem rædd verða á fundinum eru:
- Framtíðarskipan og forgangsröðun í þingmannasamstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna
- Stuðningur við lýðræðislega uppbyggingu í nágrannaríkjum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja fundinn þau Jónína Bjartmarz formaður, Rannveig Guðmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Sigurður Kári Kristjánsson og Arnbjörg Sveinsdóttir.