7.10.2014

Heimsókn utanríkismálanefndar til Berlínar

Nefndarmenn í utanríkismálanefnd Alþingis heimsækja Berlín dagana 7.-9. október 2014. Þar munu nefndarmenn eiga fund með fulltrúum utanríkismálanefndar þýska þingsins og jafnframt hitta þingmenn úr sérstökum vinahópi Norðurlanda sem starfar í þinginu. Þá mun nefndin heimsækja tvær helstu rannsóknarstofnanir á sviði alþjóða- og öryggismála í Berlín.


Eftirtaldir nefndarmenn taka þátt í heimsókninni: Birgir Ármannsson formaður, Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Brynjar Níelsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson.