6.11.2014

Forseti Alþingis heimsækir Þýskaland í tilefni 25 ára afmælis falls Berlínarmúrsins

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur þegið boð um að vera aðalræðumaður og flytja setningarávarp fjölþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin verður í Berlín 7.-10. nóvember í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins.


Ráðstefnan er skipulögð af Institute for Cultural Diplomacy sem eru félagasamtök stofnuð árið 1999 með það að markmiði að stuðla að samræðum milli menningarheima og vinna að friði. Þá mun forseti Alþingis jafnframt eiga fund með dr. Norbert Lammert, forseta þýska þingsins, á meðan heimsókn hans stendur.