10.6.2001

Opinber heimsókn forseta Evrópuráðsþingsins, Russell-Johnston lávarðar

Dagana 10. – 13. júní 2001 verður forseti Evrópuráðsþingsins, Russell-Johnston lávarður, í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Halldórs Blöndals, forseta Alþingis. Með forseta Evrópuráðsþingsins í för verða aðstoðarskrifstofustjóri einkaskrifstofu hans.

Mánudaginn 11. júní mun Russell-Johnston ræða við forseta Alþingis og þingmenn sem sæti eiga í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins. Hann mun jafnframt hitta að máli forseta Íslands og utanríkisráðherra, auk þess sem hann heimsækir Listasafn Íslands.

Síðdegis á mánudag eða eftir kl. 15.00 gefur þingforsetinn kost á viðtölum við blaðamenn.
Um kvöldið situr forseti Evrópuráðsþingsins kvöldverðarboð forseta Alþingis.
Þriðjudaginn 12. júní munu gestirnir fara í skoðunarferð um Suðurland og halda af landi brott miðvikudaginn 13. júní.

Nánari upplýsingar um heimsóknina eru veittar hjá alþjóðasviði Alþingis í síma 563 0734 og 894 6516 og almannatengsladeild í síma 894 6519.