10.1.2005

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Kína 11.-18. janúar 2005

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mun heimsækja Kína 11.-18. janúar í boði forseta kínverska þingsins ásamt eiginkonu sinni Kristrúnu Eymundsdóttur. Með þingforseta í för verða Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti, og kona hans, Jónína Bjartmarz, 2. varaforseti, og eiginmaður og Sólveig Pétursdóttir, 3. varaforseti og formaður utanríkismálanefndar, ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.

Sendinefndin mun meðal annars heimsækja Peking, Chengdu og Shanghai. Rætt verður við forseta og varaforseta kínverska þingsins, fulltrúa ríkisstjórnar og fleiri ráðamenn.

Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá almannatengsladeild í síma 563 0621 eða á alþjóðasviði í síma 563 0750.