8.12.2005

Heimsókn leiðtoga bresku ríkisstjórnarinnar í lávarðadeildinni til Alþingis

Föstudaginn 9. desember 2005 kl. 10 verður Valerie Amos barónessa, leiðtogi bresku ríkisstjórnarinnar í lávarðadeildinni (Leader of the House of Lords), í heimsókn á Íslandi. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis tekur á móti henni í Alþingishúsinu og munu þær eiga stuttan fund. Að honum loknum verður Amos barónessa viðstödd upphaf þingfundar kl.10.30.
 
Blaðaljósmyndurum gefst tækifæri til myndatöku í tengslum við heimsóknina í Alþingishúsinu föstudaginn 9. desember kl. 10.
 
Nánari upplýsingar um fundinn fást hjá almannatengsladeild í síma 894 6519.