26.9.2006

Opinber heimsókn forseta litháíska þingsins 27.-30. september 2006

Forseti litháíska þingsinsm Viktoras Muntianas, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Alþingis dagana 27.-30. september. Með þingforsetanum í för eru þingmennirnir Justinas Karosas, formaður utanríkismálanefndar, og Marija Ausrine Pavilioniene, varaformaður Evrópunefndar litháíska þingsins.
 
Sendinefndin munu eiga fund með Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, og fulltrúum þingflokka. Viktoras Muntianas og samferðamenn hans munu einnig hitta að máli forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis. Þá munu fulltrúar ýmissa íslenskra fyrirtækja sem eru með starfsemi í Litháen halda fundi með sendinefndinni. Forseti litháíska þingsins og sendinefnd hans heimsækja Höfða, Nesjavelli og Þingvelli og munu skoða Gullfoss, Geysi og Bláa lónið í lok heimsóknarinnar.

Viktoras Muntianas mun halda blaðamannafund í Alþingishúsinu fimmtudaginn 28. september kl. 16 í lok heimsóknar sendinefndarinnar í þinghúsið.