27.11.2008

Þingforsetar smáríkja Evrópu funda í Liechtenstein

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funda í Liechtenstein dagana 27.-29. nóvember 2008. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón.
 
Fulltrúar eftirfarandi ríkja eiga fulltrúa á fundinum: Andorra, Ísland, Kýpur, Lúxemborg, San Marínó, Svartfjallaland, Malta og Mónakó, auk gestgjafanna í Liechtenstein. Fulltrúi Alþingis er Ásta R. Jóhannesdóttir, 1. varaforseti Alþingis.