13.2.2009

Utanríkisráðherra Albaníu heimsækir Alþingi

Utanríkisráðherra Albaníu, Lulzim Basha, heimsótti Alþingi í gær, fimmtudaginn 12. febrúar. Ráðherrann fylgdist með umræðum í þingsal þar sem fram fór síðari umræða um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu tveggja viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Albaníu og Króatíu. Að því loknu átti ráðherrann fund með Guðbjarti Hannessyni, forseta Alþingis, og Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, þar sem þeir ræddu m.a. um samstarf og samvinnu þjóðanna.