30.10.2009

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Króatíu 1.-4. nóvember

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Króatíu 1.-4. nóvember 2009, í sérstöku boði Luka Bebić, forseta króatíska þingsins. Bæði Ísland og Króatía hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og gegna þjóðþing landanna mikilvægu hlutverki í því ferli.

Með forseta í för eru Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, og Jörundur Kristjánsson, alþjóðaritari á skrifstofu forseta Alþingis.

Í heimsókninni munu forseti Alþingis og formaður utanríkismálanefndar Alþingis m.a. eiga fundi með forseta króatíska þingsins, fulltrúum í Evrópunefnd þingsins og utanríkismálanefnd þess. Þá munu þau einnig hitta að máli forseta Króatíu, forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins.