19.2.2013

Opinber heimsókn forseta norska Stórþingsins 20.–22. febrúar 2013

Forseti norska Stórþingsins, Dag Terje Andersen, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 20.-22. febrúar 2013, í boði forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur. Með honum í för eru þingmennirnir Per-Kristian Foss, Lillian Hansen og Snorre Serigstad Valen, ásamt embættismönnum norska Stórþingsins.
Forseti Stórþingsins og sendinefnd munu eiga fund með forseta Alþingis og utanríkismálanefnd. Jafnframt mun sendinefndin hitta að máli formenn þingflokka og forsætisnefnd Alþingis.
 
Þá munu forseti Stórþingsins og sendinefnd sækja heim forseta Íslands að Bessastöðum. Þau munu einnig eiga fund með forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra og fulltrúum atvinnulífsins á meðan á dvölinni stendur.