5.10.2005

Fjórða alþjóðlega ráðstefnan um konur og lýðræði haldin í Pétursborg 6.-8. október

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, tekur ásamt sendinefnd, þátt í ráðstefnu í Pétursborg um konur og lýðræði. Með þingforseta í för eru þingmennirnir Jónína Bjartmarz, Jóhanna Sigurðardóttir og Þuríður Backman. Jafnframt tekur Rannveig Guðmundsdóttir þátt í ráðstefnunni sem forseti Norðurlandaráðs. Forstöðumaður alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis sækir einnig ráðstefnuna.
 
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, tekur þátt í pallborðsumræðum um ofbeldi gegn konum og mun fjalla sérstaklega um mansal. Jónína Bjartmarz alþingismaður tekur þátt í pallborðsumræðum um konur og atvinnulífið. Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, mun slíta ráðstefnunni.
 
Þetta er fjórða og síðasta ráðstefnan í röð ráðstefna um konur og lýðræði, en sú fyrsta var haldin í Reykjavík í október 1999.