28.10.2013

65. þing Norðurlandaráðs í Ósló

65. þing Norðurlandaráðs er haldið í Ósló dagana 29.-31. október 2013.
 
Helstu liðir á dagskrá þingsins eru leiðtogafundur norrænna forsætisráðherra og stjórnarleiðtoga sjálfstjórnarlandanna ásamt þingmönnum Norðurlandaráðs, kynning á formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014, ungt fólk og velferðarmál, menntun og rannsóknir, utanríkis- og varnarmál og stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda.
 

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja þingið Höskuldur Þórhallsson, formaður, Valgerður Gunnarsdóttir, Elín Hirst, Helgi Hjörvar, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Róbert Marshall og Steingrímur J. Sigfússon.