9.11.2012

Ársfundur NATO-þingsins 9.-12. nóvember

NATO-þingið kemur saman til ársfundar í Prag 9.–12. nóvember 2012. Þar verða tekin til umræðu málefni sem eru ofarlega á baugi innan Atlantshafsbandalagsins, t.d. aðgerðir NATO í Afganistan, ástandið í Norður-Afríku og Miðausturlöndum auk sjóræningja og viðbrögð NATO og alþjóðasamfélagsins við þeirri ógn. Einnig verður rætt um norðurslóðamál, samskipti NATO og Rússlands og upptök og afleiðingar „evrukrísunnar“.

Af hálfu Íslandsdeildar NATO-þingsins sækir fundinn Ragnheiður Elín Árnadóttir varaformaður.