31.1.2018

Opinber heimsókn forseta sænska þingsins

Urban Ahlin, forseti sænska þingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi 31. janúar til 3. febrúar í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. Í för með þingforsetanum verða fjórir sænskir þingmenn og starfsmenn Riksdagen, sænska þingsins.

http://www.althingi.is/althjodastarf/tilkynningar/opinber-heimsokn-forseta-saenska-thingsinsÁ fimmtudag mun forseti sænska þingsins eiga fund með forseta Alþingis og hitta jafnframt formenn þingflokka. Þá mun sænska sendinefndin heimsækja Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastaði, og eiga fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra.

Á föstudag mun forseti sænska þingsins og sendinefnd heimsækja Borgarnes og Grundarfjörð og eiga fundi með Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, ásamt því að hitta forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra í Grundarfirði og heimsækja fyrirtæki í sjávarútvegi og stofnanir. Þá mun þingforsetinn og fylgdarlið hans sama dag eiga fund með utanríkismálanefnd Alþingis.

http://www.althingi.is/althjodastarf/tilkynningar/opinber-heimsokn-forseta-saenska-thingsins

©Geirix

Sjá fleiri ljósmyndir frá opinberri heimsókn forseta sænska þingsins.