28.3.2022

Ráðstefna evrópskra þingforseta í Slóveníu

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, sækir ráðstefnu evrópskra þingforseta 28.–29. mars í boði forseta þjóðþings Slóveníu. Til ráðstefnunnar er boðið forsetum þjóðþinga aðildar- og umsóknarríkja ESB, auk forseta þjóðþinga EFTA-ríkja. Á dagskrá eru m.a. umræður um hlutverk þjóðþinga á hættu- og neyðartímum, viðbrögð við heimsfaraldri, innrásina í Úkraínu og hvernig tryggja megi lýðræðislega stjórnarhætti. 

Samhliða ráðstefnunni mun forseti Alþingis sækja sérstakan fund þingforseta EFTA-ríkjanna og fund þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.

Radstefna-evropskra-thingforseta-i-Sloveniu-28032022

 Frá ráðstefnu evrópskra þingforseta 28.–29. mars í Slóveníu.

© Matija Sušnik