27.10.2015

Setning 67. þings Norðurlandaráðs í Reykjavík

Setning 67. Norðurlandaráðsþings©Pressphotos.biz

67. þing Norðurlandaráðs var sett í dag, 27. október, kl. 14:30 í Hörpu og stendur til 29. október. Í upphafi þingfundar bað forseti Norðurlandaráðs, Höskuldur Þórhallson, þingmenn um að rísa úr sætum í minningu, Guðbjarts Hannessonar alþingismanns, sem lést síðastliðinn föstudag, 23. október. Guðbjartur átti sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og var varaforseti Norðurlandaráðs.

Setning Norðurlandaráðsþings

Því næst hélt forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, ávarp og bauð gesti velkomna og í kjölfarið flutti forseti Norðurlandaráðs, Höskuldur Þórhallsson, setningarávarp.

Kvennakórinn Aurora söng þrjú íslensk lög við þingsetningarathöfnina.

Dagskrá fundarins og fundargerð má sjá á vef Norðurlandaráðs.

Setning Norðurlandaráðsþings