10.11.2022

Svetlana Tíkhanovskaja heimsækir Alþingi

Svetlana Tíkhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, heimsótti Alþingi í dag. Hún átti fund með forseta Alþingis, formanni og varaformanni utanríkismálanefndar og formanni og varaformanni Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.

Á fundinum var farið yfir stöðu lýðræðis- og mannréttindamála í Belarús og þróun þeirra á síðustu mánuðum eftir innrás Rússlands í Úkraínu.

20221110_142012