9.4.2018

Þemaþing Norðurlandaráðs á Akureyri

Þemaþing Norðurlandaráðs er haldið 9.–10. apríl  á Akureyri. 

Umfjöllunarefni þingsins er hafið. Dagskrá þingsins og fréttir frá því eru á vef Norðurlandaráðs. Í dag 9. apríl funda flokkahóparnir en á morgun 10. apríl verður sameinaður þingfundur. 

Þingmenn í Íslandsdeild Norðurlandaráðs taka þátt í þinginu, Silja Dögg Gunnarsdóttir formaður, Oddný G. Harðardóttir varaformaður, Anna Kolbrún Árnadóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Ólafur Ísleifsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Vilhjálmur Árnason og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál.

Þemaþing Norðurlandaráðs eru haldin í apríl á ári hverju og helguð ákveðnu málefni. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinganna. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.