4.10.2021

Þingforsetar smáríkja Evrópu funda í Svartfjallalandi

Árlegur fundur forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja fór fram í Herceg Novi í Svartfjallalandi, mánudaginn 4. október 2021. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eiga aðild Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón. Fundinn sótti Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, en að auki var boðið forsetum þjóðþinga Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó og San Marínó.

Á dagskrá fundarins voru meðal annars umræður um áskoranir og tækifæri minni ríkja og fámennari þjóðþinga, ásamt verkefnum sem snúa að nýsköpun og umbótum í þingstörfum. Þá var rætt um hlutverk löggjafans í umhverfis- og loftslagsáskorunum samtímans og alþjóðlegt samstarf minni þjóðþinga.

Fundur-forseta-thjodthinga-evropskra-smarikja-Svartfjallalandi-04102021

Bryndís Haraldsdóttir ritar í gestabók Svartfjallalandsþings í viðurvist Aleksa Bečić þingforseta.