26.11.2019

Þingforsetar smáríkja funda á Kýpur

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funda á Kýpur dagana 26.–27. nóvember 2019. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón.

Auk Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, býður kýpverski þingforsetinn forsetum þjóðþinga Andorra, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó, San Marínó og Svartfjallalands til fundar. Sérstakir gestir að þessu sinni eru forsetar þjóðþinga ríkja í Miðausturlöndum sem Kýpur á í þingmannasamstarfi við.

Á dagskrá fundarins er meðal annars svæðisbundin þingmannasamvinna, áskoranir og tækifæri sem fylgja stafrænni tækni auk samstarfs smáríkja, m.a. á sviði heilbrigðisþjónustu, og gagnkvæm miðlun upplýsinga.

2019-11-27-Fundur-thingforseta-smarikja-a-KypurÞingforsetarnir stilltu sér upp til myndatöku í lok fundar.