23.9.2020

Vestnorræna deginum fagnað

Vestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum í dag, 23. september, og af því tilefni er vestnorrænu fánunum flaggað við hús vestnorrænu þinganna.

Þá fagna þjóðirnar góðu samstarfi með ýmsum viðburðum í löndunum þremur. Dagurinn gefur líka tilefni til þess að hvetja til frekari vestnorrænnar samvinnu og vekja áhuga á menningu og samfélögum hvers annars. Hér má sjá yfirlit yfir viðamikla dagskrá dagsins.

Vestnorræna ráðið fagnar einnig 35 ára afmæli um þessar mundir en ráðið er samstarfsvettvangur þinga vestnorrænu landanna. Núverandi formaður ráðsins er Guðjón S. Brjánsson.

Vestnorraenir_fanarVestnorrænu fánarnir blakta við Alþingishúsið á vestnorræna deginum 23. september.