26.6.2017

Vinnuheimsókn forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Bandaríkjanna

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, tekur þátt í vinnuheimsókn þingforseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Bandaríkjanna, 27.–28. júní 2017. Þingforsetarnir munu eiga fund með Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á miðvikudag 28. júní. Þá munu þingforsetarnir eiga fundi með fulltrúum í Bandaríkjastjórn og bandarískum þingmönnum.

Þingforsetar þjóðþinga Norðurlanda og EystrasaltsríkjaForsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. ©Tomas Enqvist

Í dag, mánudaginn 26. júní, mun Unnur Brá eiga sérstaka fundi með öldungadeildarþingmönnunum Lisu Murkowski frá Alaska og Angus King frá Maine. Hyggst hún ræða tvíhliða samskipti við þingmennina, einkum samvinnu um málefni Norðurslóða. Þá mun Unnur Brá eiga fund með Karen Donfried, forseta German Marshall Fund stofnunarinnar og fyrrverandi yfirmanni Evrópumála í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna.

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaðurUnnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis ásamt öldungardeildarþingmanninum Lisu Murkowski