Breyting á lögum um markaðar tekjur

(1205057)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
29.01.2014 41. fundur fjárlaganefndar Breyting á lögum um markaðar tekjur
Frumvarp um breytingu á lögum um markaðar tekjur var afgreitt úr fjárlaganefnd með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Haraldar Benediktssonar, Willums Þórs Þórssonar og Jóhönnu Maríu Björnsdóttur. Frumvarpið verður flutt af meiri hluta nefndarinnar sem boðar frekari viðbætur við greinargerð þess, m.a. þróun tryggingagjalds o.fl. Brynhildur Pétursdóttir var samþykk afgreiðslu málsins úr nefndinni. Oddný G. Harðardóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
22.01.2014 40. fundur fjárlaganefndar Breyting á lögum um markaðar tekjur
Rætt var um breytingu á lögum um markaðar tekjur.
15.01.2014 39. fundur fjárlaganefndar Breyting á lögum um markaðar tekjur
Fjármála- og efnahagsráðuneyti: Nökkvi Bragason og Lúðvík Guðjónsson. Rætt var um frumvarp um markaðar tekjur.
Vigdís Hauksdóttir vék af fundi kl. 10:30 og Kristján Möller tók við fundarstjórn.
05.12.2013 26. fundur fjárlaganefndar Breyting á lögum um markaðar tekjur
Farið var yfir frumvarp til laga um afnám markaðra tekna.
26.11.2013 21. fundur fjárlaganefndar Breyting á lögum um markaðar tekjur
Velferðarráðuneyti: Hrönn Ottósdóttir, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Sturlaugur Tómasson og Margrét Björnsdóttir. Rætt var um frumvarp um markaðar tekjur.
22.11.2013 19. fundur fjárlaganefndar Breyting á lögum um markaðar tekjur
Farið var yfir drög að drög að frumvarpi um markaðar tekjur. Fundi var frestað frá 9:54 til 10:15.
13.11.2013 15. fundur fjárlaganefndar Breyting á lögum um markaðar tekjur
Farið var yfir frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um markaðar tekjur ríkissjóðs (markaðar tekjur).
18.09.2013 11. fundur fjárlaganefndar Breyting á lögum um markaðar tekjur
Rætt um markaðar tekjur og frumvarp sem fjárlaganefnd hefur unnið í samstarfi við efnahags- og fjármálaráðuneyti um þær.