Þingmálaskrá 143. löggjafarþings 2013-2014

(1310045)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
20.11.2013 9. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kynning á þingmálaskrá.
Hanna Birna Þórðardóttir, innanríkisráðherra og Ragnhildur Haltadóttir frá innanríkisráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, kynntu þingmál ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
13.11.2013 15. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Kynning á þingmálum fjármála- og efnahagsráðherra.
Á fund nefndarinnar komu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Leifur Arnkell Skarphéðinsson, Maríanna Jónasdóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Bjarni kynnti nefndinni þau þingmál sem hann hyggst leggja fram á líðandi löggjafarþingi. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
04.11.2013 10. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Þingmálaskrá iðnaðar- og viðskiptaráðherra 143. löggjafarþings 2013-2014.
Á fund nefndarinnar komu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ragnheiður Elín gerði nefndinni grein fyrir þeim þingmálum sem hún hyggjast leggja fram á líðandi löggjafarþingi. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
17.10.2013 5. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þingmálaskrá 143. löggjafarþings 2013-2014
Á fund nefndarinnar kom Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir og Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir þingmálaskrá ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.
17.10.2013 2. fundur utanríkismálanefndar Kynning á þingmálaskrá utanríkisráðherra.
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hermann Ingólfsson og Högni Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti. Ráðherra kynnti þingmálaskrá skv. 3. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991 og svaraði spurningum nefndarmanna.
10.10.2013 3. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Kynning á þingmálaskrá mennta- og menningarmálaráðherra.
Á fund nefndarinnar kom Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. Fór hann yfir þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.
09.10.2013 2. fundur velferðarnefndar Kynning á þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra
Á fundinn kom Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og kynnti þingmálaskrá sína fyrir yfirstandandi þing. Ásamt ráðherra komu Matthías Imsland, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, Guðríður Þorsteinsdóttir, Sveinn Magnússon og Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneyti.
09.10.2013 2. fundur velferðarnefndar Kynning á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra
Á fundinn kom Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, og kynnti þingmálaskrá sína fyrir yfirstandandi þing. Ásamt ráðherra komu Guðríður Þorsteinsdóttir, Vilborg Ingólfsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir, Áslaug Einarsdóttir, Sindri Kristjánsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá velferðarráðuneyti.
08.10.2013 2. fundur atvinnuveganefndar Þingmálaskrá 143. löggjafarþings 2013-2014
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, kom á fund nefndarinnar og kynnti þingmál sem heyra undir málefnasvið nefndarinnar og hann hyggst leggja fram á þessu löggjafarþingi.
Ásamt honum voru: Benedikt Sigurðsson, Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Kristján Skarphéðinsson og Ólafur Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
08.10.2013 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þingmálaskrá 143. löggjafarþings 2013-2014
Á fundinn komu Páll Þórhallsson og Sigrún Jóhannesdóttir frá forsætisráðuneyti og fóru yfir þingmál og skýrslur um framkvæmd þingsályktana og stöðu þjóðlendumála sem forsætisráðherra hyggst leggja fram á yfirstandandi þingi ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.