Kynning á þingmálaskrá dómsmálaráðherra.

(1409008)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.10.2014 8. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Kynning á þingmálaskrá dómsmálaráðherra.
Á fund nefndarinnar komu Ragnhildur Hjaltadóttir, Bryndís Helgadóttir og Þórunn J. Hafstein. Fóru þær yfir þingmálaskrá dómsmálaráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.
15.10.2014 7. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kynning á þingmálaskrá umhverfis- og auðlindaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kom á fund nefndarinnar og kynnti þingmálaskrá sína fyrir 144. löggjafarþing. Ásamt ráðherra komu á fundinn Sigríður Auður Arnardóttur, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Ingveldur Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Katrín Júlíúsdóttir, Björn Valur Gíslason og Róbert Marshall bóka eftirfarandi: „Við teljum afar óeðlilegt að ráðherra umhverfis- og auðlindamála skuli leggja til að tillaga til þingsályktunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, þar sem fjallað er um Hvammsvirkjun, verði send til atvinnuveganefndar í stað umhverfis- og samgöngunefndar. Á þingmálalista ráðherra fyrir þetta þing eru öll mál nema þetta eitt send til umhverfis- og samgöngunefndar. Við teljum þessa ráðstöfun ekki vera í anda þeirrar umgjarðar sem sköpuð hefur verið um rammaáætlun á undanförnum árum, þar sem horft er heildstætt á málaflokkinn jafnt út frá verndar- sem nýtingarmöguleikum. Á síðasta kjörtímabili var rammaáætlun gefið lögformlegt gildi með lagasetningu. Þáverandi iðnaðarnefnd þingsins fjallaði um það frumvarp enda var það þá framlagt af iðnaðarráðherra. Í framhaldi af því var fyrsta þingsályktunin sem byggði á nýrri löggjöf send til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar enda málaflokkurinn fluttur skömmu síðar yfir til umhverfis- og auðlindaráðherra. Hér er því um stefnubreytingu að ræða sem þarfnast frekari umræðu. Að senda tillögu um meðferð á einstaka svæðum til atvinnuveganefndar teljum við að fari gegn þeim anda sem ætlað er að skapa aukna sátt um umgengni við náttúru Íslands.“

Höskuldur Þór Þórhallsson bókar eftirfarandi:
„Með lögum nr. 84/2011, um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, var nefndaskipan Alþingis breytt og málefnasvið nefndanna skýrð með ítarlegri hætti en áður hafði verið. Skv. 4. tölul. 13. gr. laganna fjallar umhverfis- og samgöngunefnd m.a. um ráðgjöf, verndun og sjálfbærni á sviði auðlindamála almennt. Skv. 3. tölul. sömu greinar fjallar atvinnuveganefnd m.a. um iðnaðar- og orkumál og nýtingu auðlinda á grundvelli rannsóknar og ráðgjafar. Af þessu má sjá að málefnasvið nefndanna er ekki tengt sérstökum ráðuneytum í Stjórnarráðinu. Tillaga um nýtingu orkuauðlinda á grundvelli rannsóknar og ráðgjafar fer því til umfjöllunar í atvinnuveganefnd eins og skýrt er kveðið á um í 3 tl. 13. gr. laganna.“
09.10.2014 5. fundur atvinnuveganefndar Þingmálaskrá 144. löggjafarþings
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti þingmál 144. löggjafarþings fyrir nefndinni. Á fundinn komu Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Jóhann Guðmundsson,
Ólafur Friðriksson
og tvær aðrar.
07.10.2014 4. fundur atvinnuveganefndar Þingmálaskrá 144. löggjafarþings
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti þingmálaskrá síns ráðuneytis fyrir nefndinni. Á fundinn komu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Ingvar Pétur Guðmundsson, Ingvi Már Pálsson og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
25.09.2014 5. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þingmálaskrá 144. löggjafarþings
Á fund nefndarinnar kom Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sigríður Hallgrímsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fór ráðherra yfir þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.
18.09.2014 3. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þingmálaskrá 144. löggjafarþings - kynning
Á fund nefndarinnar mættu Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri og Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri og kynntu þingmálaskrá vetrarins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
18.09.2014 3. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þingmálaskrá 144. löggjafarþings - kynning
Á fund nefndarinnar mættu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri, Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri, Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Þórey Vilhjálmsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og kynntu þingmálaskrá vetrarins og svöruðu spurningum þingmanna.
17.09.2014 3. fundur velferðarnefndar Kynning á þingmálaskrá.
Heilbrigðisráðherra kynnti þau þingmál sem hann hyggst leggja fyrir á 144. löggjafarþingi. Á fundinn komu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Margrét Björnsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir og Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneyti.
17.09.2014 2. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kynning á þingmálaskrá
Á fund nefndarinnar kom Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og kynnti þingmálaskrá sína sem heyrir undir málefnasvið umhverfis- og samgöngunefndar. Ásamt ráðherra komu á fundinn Þórey Vilhjálmsdóttir, Sigurbergur Björnsson og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneyti.
15.09.2014 2. fundur velferðarnefndar Kynning á þingmálaskrá.
Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, kom á fund nefndarinnar ásamt Bolla Þór Bollasyni og Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur frá velferðarráðuneyti.