Tilskipun 2014/49/ESB er varðar innlánatryggingakerfi

(1409212)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.11.2014 14. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2014/49/ESB er varðar innlánatryggingakerfi
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Tómas Brynjólfsson og Kjartan Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fyrir fundinum lágu álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
29.10.2014 11. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Tilskipun 2014/49/ESB er varðar innlánatryggingakerfi
Fyrir fundinn voru lögð drög að áliti nefndarinnar um málið. Álitsdrögin voru samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Péturs H. Blöndal, Willum Þórs Þórssonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Unnar Brár Konráðsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur.
22.10.2014 10. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Tilskipun 2014/49/ESB er varðar innlánatryggingakerfi
Nefndin ræddi málið og ákvað að taka það fyrir til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
08.10.2014 6. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Tilskipun 2014/49/ESB er varðar innlánatryggingakerfi
Nefndin ræddi málið.