Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni

(1412062)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
10.03.2015 38. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni
Formaður lagði til að nefndin afgreiddi álit um eftirfylgniskýrslurnar tvær um mannauðsmál ríkisins, þ.e. 1. Starfslok ríkisstarfsmanna og 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála ríkisins. Samþykkt að afgreiða og að nefndarmenn fengju frest út daginn til að gera athugasemdir og hver afstaða þeirra væri.
09.03.2015 37. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni
Formaður gerði grein fyrir að drög að áliti vegna beggja mannauðsskýrslnanna hefði verið send á nefndarmenn og að fyrirhugað væri að taka málið fyrir á næsta fundi.
03.03.2015 36. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni
Frestað að taka fyrir.
26.02.2015 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson aðstoðarmaður umboðsmanns. Tryggvi gerði grein fyrir ýmsum sjónarmiðum varðandi skýrslurnar og svaraði spurningum nefndarmanna.
17.02.2015 32. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni
Á fundinn komu Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá BSRB, Páll Halldórsson og Halla Þorvaldsdóttir frá BHM, Anna Rós Sigmundsdóttir frá Kennarasambandi Íslands og Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Fulltrúar félaganna gerðu grein fyrir ýmsum sjónarmiðum varðandi skýrslurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna ásamt fulltrúum Ríkisendurskoðunar.

Kl. 9:45 komu Sigurður H. Helgason og Gunnar Björnsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslnanna og svöruðu spurningum nefndarmanna ásamt fulltrúum Ríkisendurskoðunar.
20.01.2015 26. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti skýrsluna. Spurningum svarað undir 4. dagskrárlið.