Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Skýrsla

(1503105)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
10.12.2015 21. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Skýrsla
Á fundinn komu Magnús Óskar Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Hermann Sæmundsson og Pétur U. Fenger frá innanríkisráðuneyti og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis gerði grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og afstöðu til ábendinga í skýrslunni auk þess sem hann svaraði spurningum nefndarmanna ásamt fulltrúum innanríkisráðuneytis og Ríkisendurskoðunar.

Samþykkt að umfjöllun um skýrsluna væri þar með lokið.
03.12.2015 20. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Skýrsla
Frestað.
26.11.2015 19. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Skýrsla
Á fundinn komu Hermann Sæmundsson og Íris Björg Kristjánsdóttir frá innanríkisráðuneyti, Ingibjörg Broddadóttir og Bjarnheiður Gautadóttir frá velferðarráðuneyti og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Fulltrúar ráðuneytanna gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslunnar og stöðu þessara mála í dag auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að umfjöllun um skýrsluna sé lokið hjá nefndinni.
16.04.2015 46. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Skýrsla
Á fundinn komu Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, og Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Kristínu.