Tilskipanir 2014/23/ESB, 2014/24/ESB og 2014/25/ESB er varða opinber innkaup

(1506059)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
01.03.2016 33. fundur utanríkismálanefndar Tilskipanir 2014/23/ESB, 2014/24/ESB og 2014/25/ESB er varða opinber innkaup
Formaður kynnti álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
24.02.2016 39. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Tilskipanir 2014/23/ESB, 2014/24/ESB og 2014/25/ESB er varða opinber innkaup
Nefndin ákvað að afgreiða málið frá nefndinni með áliti. Allir viðstaddir standa að álitinu sem sent verður utanríkismálanefnd.
25.11.2015 21. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Tilskipanir 2014/23/ESB, 2014/24/ESB og 2014/25/ESB er varða opinber innkaup
Á fund nefndarinnar mættu Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.