Kynning á þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðherra

(1509053)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
08.10.2015 7. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Kynning á þingmálaskrá mennta- og menningarmálaráðherra
Á fund nefndarinnar komu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sigríður Hallgrímsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fór ráðherra yfir þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.
08.10.2015 5. fundur atvinnuveganefndar Kynning á þingmálaskrá iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir kom á fundinn og kynnti þingmál löggjafarþingsins. Með henni voru Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðstoðmaður hennar og Ingvi Már Pálsson og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
06.10.2015 4. fundur utanríkismálanefndar Þingmálaskrá - 145. löggjafarþing
Á fund nefndarinnar kom Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ásamt Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, Kristjáni Andra Stefánssyni, Jörundi Valtýssyni, Maríu Erlu Marelsdóttur og Bryndísi Kjartansdóttur frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir þingmálaskrá ráðherra á 145. löggjafarþingi.
24.09.2015 4. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Kynning á þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra.
Á fund nefndarinnar komu Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Rósa Guðrún Erlingsdóttir frá Velferðarráðuneytinu. Ráðherra fór yfir þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.
21.09.2015 3. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Kynning á þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðherra
Á fundinn mætti Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og fór yfir þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.
17.09.2015 2. fundur atvinnuveganefndar Kynning á þingmálaskrá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti fyrir nefndinni þau þingmál sem hann hyggst leggja fyrir þingið á 145. löggjafarþingi. Með honum voru Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður ráðherrans og Eggert Ólafsson, Jóhann Guðmundsson og Kristján Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
14.09.2015 1. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kynning á þingmálaskrá umhverfis- og auðlindaráðherra.
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, og kynntu þingmálaskrá ráðherra.
14.09.2015 1. fundur velferðarnefndar Kynning á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra.
Á fund nefndarinnar komu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Guðríður Þorsteinsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir og Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneyti.