Stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaskattur og afnám hafta

(1509323)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
11.11.2015 17. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaskattur og afnám hafta
Á fund nefndarinnar mættu Agnar S. Helgason, Davíð Blöndal og Ragnar Ólafsson frá Indefence-hópnum og fóru fyrir umsögn sína frá 4. nóvember sl.auk þess að leggja fram spurningalista sem ítarefni við umsögn sína.

kl. 11:30 mættu Már Guðmundsson, Rósa Sveinsdóttir, Róbert Helgason og Sveinn Friðriksson frá Seðlabanka Íslands og lögðu fram minnisblað með svörum við umsögn Indefence hópsins og fóru yfir málið og svörðuðu spurningablaði Indefence.

Óskað var eftir minnisblaði frá Seðlabanka með skriflegum svörum við álitaefnum sem fram komu á fundunum en ekki voru áréttuð í minnsiblaði því sem lagt var fram á fundinum.
07.10.2015 6. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaskattur og afnám hafta
Á fund nefndarinnar mættu Arnór Sighvatsson og Ingibjörg Guðbjartsdóttir frá Seðlabanka Íslands og Guðrún Þorleifsdóttir og Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir fjölluðu um stöðugleikaskilyrði, afnám hafta, stöðugleikaskatt og nauðasamningsumleitanir slitabúa hinna föllnu banka. Einnig svöruðu gestir spurningum nefndarmanna um málið.
05.10.2015 5. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaskattur og afnám hafta
Á fund nefndarinnar mættu Sveinn Valfells, Agnar Helgason, Davíð Blöndal, Torfi Þórhallsson og Ólafur Elíasson frá Indefence- hópnum og kynntu nefndinni sjónarmið hópsins varðandi stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaskatt og afnám hafta og svöruðu spurningum nefndarmanna.