Staða Schengensamstarfsins og flóttamannavandinn í Evrópu.

(1510059)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
12.04.2016 37. fundur utanríkismálanefndar Schengen og flóttamannastraumurinn
Á fund nefndarinnar komu Högni Kristjánsson og Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Hermann Sæmundsson og Þórunn J. Hafstein frá innanríkisráðuneyti.

Dreift var glærunum innanríkisráðuneytis „Málefni flóttafólks og hælisleitenda“ dags. 11. apríl 2016.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
04.02.2016 28. fundur utanríkismálanefndar Schengen og flóttamannastraumurinn
Á fund nefndarinnar komu Berndt Kröner aðstoðarforstjóri Frontex, landamærastofnunar Evrópu ásamt Jóni Pétri Jónssyni og Sigurgeiri Ómari Sigmundssyni frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Kröner gerði grein fyrir starfsemi Frontex og áskorunum tengdum Schengen og flóttamannastraumnum og svaraði spurningum nefndarmanna.
29.01.2016 26. fundur utanríkismálanefndar Staða Schengensamstarfsins og flóttamannavandinn í Evrópu.
Á fund nefndarinnar komu: Ragnhildur Hjaltadóttir, Kristín Haraldsdóttir, Hermann Sæmundsdóttir og Þórunn Hafstein (innanríkisráðuneyti), og Axel Nikulásson og Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir (utanríkisráðuneyti).

Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
08.10.2015 5. fundur utanríkismálanefndar Schengen og flóttamannastraumurinn
Á fund nefndarinnar komu Hermann Sæmundsson, Þórunn Hafstein, Margrét Kristín Pálsdóttir og Íris Björg Kristjánsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Axel Nikulásson frá utanríkisráðuneyti.

Lögð voru fram eftirtalin gögn:
a. Flóttamannavandinn í Evrópu - Utanríkismálanefnd október 2015
b. Tölfræðigögn frá Eurostat

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.