Afleiðingar lokunar brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli

Önnur erindi (1703199)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Beiðni stjórnsk.- og eftirlitsn. til Ríkisendurskoðunar um úttekt á stjórnsýslu, framkvæmd, skilvirkni og ákvarðanatöku innanríkisrh., Samgöngustofu og Isavia ohf. vegna lokunar á flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli út frá gildandi lögum og stöðlum 03.07.2017
Skrifstofa Alþingis Tímalína um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli 26.05.2017
Innanríkisráðuneytið Frá Isavia til innanríkisráðuneytisins - áhættumat vegna lokunar flugbrautar 18.05.2017
Innanríkisráðuneytið Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um innanlandsflug 18.05.2017
Efla hf., verkfræðistofa Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar samkvæmt viðmiði ICAO - skýrsla Eflu verkfræðistofu 11.05.2017
Efla hf., verkfræðistofa Áhrif brauta 06/24 á nothæfistíma fyrir áætlunarflug og sjúkraflug - skýrsla Eflu verkfræðistofu 11.05.2017
Félag íslenskra atvinnuflugmanna Erindi Félags íslenskra atvinnuflugmanna til Innanríkisráðuneytisins um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli 15.03.2017

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.10.2020 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Afleiðingar lokunar brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að nefndarritari taki saman minnisblað um málið.
16.06.2017 41. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Erindi Öryggisnefndar Félags ísl. atvinnuflugmanna varðandi stjórnsýslu ákvarðana um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli
Njáll Trausti Friðbertsson kynnti drög að skýrslubeiðni til ríkisendurskoðanda sem nefndin ræddi. Samþykkt að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda en hafa samráð við ríkisendurskoðanda varðandi efni beiðninnar og senda á nefndina til athugasemda og endanlegrar samþykktar.
08.06.2017 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Erindi Öryggisnefndar Félags ísl. atvinnuflugmanna varðandi stjórnsýslu ákvarðana um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli.
Á fundinn komu Friðfinnur Skaftason frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Guðjón Atlason og Hlín Hólm frá Samgöngustofu. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.
22.05.2017 33. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Afleiðingar lokunar brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli
Nefndin ákvað að senda samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra bréf vegna málsins.
18.05.2017 32. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Afleiðingar lokunar brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli
Nefndin fjallaði um málið.
10.05.2017 25. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Erindi Öryggisnefndar Félags ísl. atvinnuflugmanna varðandi stjórnsýslu ákvarðana um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli
Á fundinn komu Ingvar Tryggvason frá Öryggisnefnd FÍA, Erna Á. Mathiesen frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, Jón Karl Ólafsson og Karl Alvarsson frá Isavia ohf., Guðjón Atlason og Hlín Hólm frá Samgöngustofu. Ingvar fór yfir erindið og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

Næst komu Sigurbergur Björnsson og Friðfinnur Skaftason frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna.