Framkvæmd fjárlaga 2018

(1801054)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.11.2018 23. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson, Jón Loftur Björnsson og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Þau kynntu skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga frá janúar til júní 2018 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
17.10.2018 10. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Kynntar voru niðurstöður úr skýrslu stofnunarinnar um eftirlit með framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mánuði ársins 2018. Auk þess svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
28.05.2018 49. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Til fundarins komu Þórsteinn Ragnarsson, Guðmundur Rafn Sigurðsson og Sveinn Valdimarsson frá Kirkjugarðasambandi Íslands. Þeir kynntu rekstrarvanda kirkjugarðanna og svörðu spurningum um hann.
27.04.2018 42. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Til fundarins komu Ólafur Darri Andrason og Unnur Ágústsdóttir frá velferðarráðuneytinu.
Kl. 10:10. Auður Árnadóttir og Helgi Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Gestirnir fóru yfir veikleikamat í rekstri stofnana og fjárlagaliða ráðuneyta sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um þá.
14.03.2018 27. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Til fundarins komu Gísli Magnússon, Auður Björg Árnadóttir og Helgi Freyr Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Kl. 10:20 mættu Ingilín Kristmannsdóttir og Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni. Þau fóru yfir áhættuþætti í rekstri ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna um þá.
13.03.2018 26. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Til fundarins komu Steinunn Sigvaldadóttir, Kristinn Hjörtur Jónasson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir minnisblað ráðuneytisins um áhættumat vegna framkvæmdar fjárlaga 2018 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.
07.03.2018 24. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Til fundarins komu Dagný Brynjólfsdóttir og Elsa Friðfinnsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Þær kynntu ráðstöfun viðbótarframlags sem veitt var á fjárlögum 2018 til heilbrigðisstofnana og svöruðu spurningum um hana.
07.02.2018 17. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Til fundarins komu Ólafur Darri Andrason og Sturlaugur Tómasson frá velferðarráðuneytinu og gerðu grein fyri fyrir fjárhagsstöðu málefnasviða félagsmálahluta ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Til fundarins komu Stefán Guðmundsson og Björgvin Valdimarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og gerðu grein fyrir helstu þáttum í framkvæmd fjárlaga 2018 og svöruðu spurningum nefndarmanna.
22.01.2018 13. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Til fundar við nefndina komu Ólafur Darri Andrason, Sturlaugur Tómasson og Dagný Brynjólfsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Farið var yfir fjárhagslega veikleika í starfsemi ráðuneytisins og stofnana þess auk þess sem gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
18.01.2018 12. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2018
Til fundarins komu Haukur Guðmundsson, Sveinn Bragason og Pétur Fenger frá dómsmálaráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram og kynntu áætlanir ráðuneytisins, veikleika í rekstri stofnana þess og til hvaða ráðstafana verður gripið til að rekstur verði í samræmi við fjárheimildir.
Kl. 14:26. Til fundarins komu Gísli Magnússon, Björg Pétursdóttir, Marta Guðrún Skúladóttir, Auður Björg Árnadóttir, Ásdís Jónsdóttir og Helgi Freyr Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram yfirlit þar sem kynnt var uppbygging reiknilíkans framhaldsskóla og háskóla auk þess sem farið var yfir ýmsa þætti í rekstri ráðuneytisins og stofnana þess.