Ráðgjafarnefnd um stjórnsýsluhindranir

(1812009)
Íslandsdeild Norðurlandaráðs

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
07.12.2018 3. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Ráðgjafarnefnd um stjórnsýsluhindranir
Vilhjálmur Árnason sagði frá þingsályktunartillögunni sem hann hefur unnið að með góðri aðstoð Sivjar Friðleifsdóttur, fulltrúa Íslands í Norræna stjórnsýsluhindranaráðsins. Íslandsdeild samþykkti að fela Vilhjálmi að vinna áfram að tillögunni en undirstrikað var að mikilvægt væri að hafa samráð við forsætisráðuneytið varðandi orðalag um samsetningu nefndarinnar og verkefni. Einnig var ákveðið að fela ritara að kanna hvort forsætisráðuneytið hefði þegar brugðist við tilmælum Norðurlandaráðs um skipan slíkrar nefndar. Ritara var einnig falið að leita upplýsinga um það hvort liðurinn „Áhrif á möguleika einstaklinga og fyrirtækja til að eiga samskipti þvert á norræn landamæri“ í gátlisti vegna mats á áhrifum lagasetningar sem forsætisráðuneytið gaf út 10. mars 2017 hefur tilætluð áhrif og hvernig unnið er með hann í ráðuneytunum.