Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. janúar 1999.  Útgáfa 123a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um manneldisráð

1978 nr. 45 11. maí1. gr. Ríkið starfrækir stofnun, sem nefnist manneldisráð. Manneldisráð skal undir stjórn heilbrigðismálaráðherra vinna að samræmingu rannsókna og fræðslu á sviði manneldisfræði, nánara samstarfi milli framleiðenda og neytenda og vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðuneytis um manneldismál.
2. gr. Manneldisráð getur annast ráðgjöf til annarra aðila samkvæmt sérstakri gjaldskrá, er ráðherra staðfestir.
3. gr. Í manneldisráði eiga sæti fimm menn er ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Skal skipa einn ráðsmanna samkvæmt tilnefningu læknadeildar Háskóla Íslands, annan samkvæmt tilnefningu verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands, en hina þrjá án tilnefningar. Skipa skal fimm varamenn með sama hætti.
Til setu í ráðinu skal skipa menn með sérþekkingu á manneldismálum.
Ráðherra skipar einn ráðsmanna formann manneldisráðs.
4. gr. Manneldisráð getur, að fenginni heimild ráðherra, sett á fót samstarfshópa um mikilvæg málefni, jafnframt því, sem það getur kallað sérfræðinga sér til ráðuneytis.
Manneldisráð getur kallað saman manneldisþing eftir því sem tilefni gefst til.
5. gr. Manneldisráð gerir árlega áætlun um ráðstöfun á því fé, sem til þess er veitt á fjárlögum eða það fær til ráðstöfunar á annan hátt.
Manneldisráð sendir ráðuneytinu í lok hvers árs skýrslu um störf ráðsins.
6. gr. Ráðherra setur manneldisráði starfsreglur. 1)
    1)Rg. 226/1991.