Lagasafn. Íslensk lög í febrúar 2001. Útgáfa 126a. Prenta í tveimur dálkum.
[Lög um verslun með áfengi og tóbak]1)
1969 nr. 63 28. maí
1)L. 95/1995, 8. gr.
I. kafli.
Um áfengis- og tóbaksverslun.
1. gr. [Innflutningur til landsins á vínanda og áfengi, sem í er meira en 2,25% af vínanda að rúmmáli, fer eftir ákvæðum áfengislaga.

Ríkisstjórninni einni er heimilt að flytja inn frá útlöndum tóbak, hvort heldur er unnið eða óunnið og til hvers sem það er ætlað.]
1)

Lög þessi taka ekki til skipa og flugvéla, sem koma í landhelgi og hafa innanborðs áfengi eða tóbak sem hluta af tollfrjálsum forða, ef með þann varning er farið samkvæmt sérákvæðum laga. Ráðherra er heimilt að setja sérreglur um innflutning ferðamanna og áhafna skipa og flugvéla á áfengi og tóbaki.
2)
1)L. 95/1995, 1. gr. 2)Rg. 526/2000, sbr. 791/2000.
2. gr. [Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins annast innflutning og innkaup á vínanda, áfengi og tóbaki samkvæmt lögum þessum og dreifingu þessara vara undir yfirstjórn fjármálaráðherra. Þess skal gætt að jafnræði gildi gagnvart öllum áfengisbirgjum.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal einni heimil starfræksla tóbaksgerðar.

…
1)]
2)
1)L. 75/1998, 32. gr. 2)L. 95/1995, 2. gr.
3. gr. Fjármálaráðherra ákveður útsöluverð áfengis og tóbaks á hverjum tíma. [Verð í smásöluverslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á hverri vöru fyrir sig skal vera það sama hvar sem er á landinu.]
1) Álagningarhlutfall á vindlingum (sígarettum) og smávindlum (cigarillos) skal vera þannig, að samkeppnisaðstaða síðarnefndrar vörutegundar gegn vindlingum sé auðvelduð, eftir því sem atvik leyfa.
1)L. 95/1995, 3. gr.
4. gr. [Ráðherra skipar forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til fimm ára í senn. Forstjóri ræður aðra starfsmenn.]
1)

[Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal starfa í tveimur deildum er séu aðgreindar rekstrarlega og fjárhagslega. Skal önnur deildin hafa með höndum innflutning og heildsölu áfengis en hin skal annast smásölu áfengis. Fjármálaráðherra skal skipa Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins stjórn og setja með reglugerð nánari ákvæði um skipulag hennar.]
2)
1)L. 83/1997, 38. gr. 2)L. 95/1995, 4. gr.
5. gr. [[Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins selur áfengi innan lands, sbr. 11. gr. áfengislaga.]
1) Um endursölu áfengis hjá vínveitingahúsum fer eftir ákvæðum sérlaga.]
2)
1)L. 95/1995, 5. gr. 2)L. 51/1986, 2. gr.
6. gr. Tóbak það, sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins flytur inn og/eða framleiðir, selur hún innanlands í heildsölu.
7. gr. [Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal tryggja að þjónusta við viðskiptavini sé vönduð, sem og upplýsingar sem gefnar eru viðskiptavinum um þá vöru sem á boðstólum er, allt eftir því sem samrýmist lögum þessum, áfengislögum og öðrum lagafyrirmælum og reglum á hverjum tíma.]
1)
1)L. 98/1998, 1. gr.
8. gr. [Leggja skal hald á vörur þær sem lög þessi taka til og inn eru fluttar eða framleiddar í heimildarleysi. Innfluttar vörur skulu afhentar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins til ráðstöfunar.]
1)
1)L. 95/1995, 7. gr.
II. kafli.
…1)
1)L. 76/1982, 62. gr.
III. kafli.
Almenn ákvæði.
14. gr. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara með reglugerð.
1)
1)Rg. 39/1935, um sölu áfengis til iðnaðar o.fl. Rg. 597/1993, sbr. 490/1994 (um skilgreiningu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum). Rg. 585/1995. Rg. 135/1996. Rg. 117/1998. Rg. 205/1998, sbr. 814/1999.
15. gr. Með mál út af brotum gegn lögum þessum skal fara að hætti opinberra mála, og varða brot sektum, nema varði þyngri refsingum samkvæmt öðrum lögum.