Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög í febrúar 2001. Útgáfa 126a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um helgidagafrið
1997 nr. 32 14. maí
I. kafli. Tilgangur laganna.

II. kafli. Um helgidagafrið og helgidaga þjóðkirkjunnar.

1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18.00 og jóladagur til kl. 6.00 að morgni næsta dags.
III. kafli. Um helgidagafrið.


1. Á helgidögum skv. 1. tölul. 2. gr. er öll almenn starfsemi heimil.
2. Á helgidögum skv. 2. og 3. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi óheimil:
a. Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.
b. Markaðir og verslunarstarfsemi, svo og önnur viðskiptastarfsemi.

1. Starfsemi lyfjabúða, bensínstöðva, bifreiðastöðva, verslana á flugvöllum og fríhafnarsvæðum, blómaverslana, söluturna og myndbandaleiga. Hið sama gildir um gististarfsemi og tengda þjónustu.
2. Íþrótta- og útivistarstarfsemi.
3. Listsýningar, tónleikar, leiksýningar og kvikmyndasýningar eða sams konar sýningar. Einnig má halda og veita aðgang að sýningum er varða vísindi eða er ætlað að gegna almennu upplýsingahlutverki, svo og að hafa opin listasöfn og bókasöfn. Starfsemi þessi má ekki hefjast fyrr en kl. 15.00.
4. Heimila má að dansleikir er hefjast að kvöldi laugardags fyrir páska eða hvítasunnu standi aðfaranótt páskadags og hvítasunnudags samkvæmt almennum reglum, þó eigi lengur en til kl. 3.00.

IV. kafli. Ýmis ákvæði.






